Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 21:15 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Ricardo Ceppi/Getty Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“ Rússland Úkraína Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“
Rússland Úkraína Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira