Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sendir Rússum tóninn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2018 22:39 Trump og Mattis á góðri stundu. Drew Angerer/Getty Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir „óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi. Mattis var á mælendaskrá á varnarmálaráðstefnu í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í dag, aðeins degi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti vék sér undan því að hitta kollega sinn frá Rússlandi, Vladimir Pútín, eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þeirra fastar. Pútín lét í dag hafa eftir sér að engin lausn á deilum Rússa og Úkraínumanna væri í sjónmáli og notaði orðið „stríð“ yfir ástandið sem nú er uppi. Þá gagnrýndi Mattis ríkisstjórn Pútíns fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og sakaði hann Rússa um að hafa reynt að hindra framgang lýðræðisins. Loks kenndi Mattis Pútín og hans ríkisstjórn um hvernig farið væri fyrir kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Rússa en í október á þessu ári tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann hygðist draga aðild Bandaríkjanna að samkomulaginu til baka. Þetta hafi verið ákvðeið vegna ítrekaðra tilfella þar sem Rússar virtu samkomulagið að vettugi og hefðu uppi háttsemi sem stæði þvert gegn samkomulaginu, að sögn Mattis. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir „óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi. Mattis var á mælendaskrá á varnarmálaráðstefnu í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í dag, aðeins degi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti vék sér undan því að hitta kollega sinn frá Rússlandi, Vladimir Pútín, eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þeirra fastar. Pútín lét í dag hafa eftir sér að engin lausn á deilum Rússa og Úkraínumanna væri í sjónmáli og notaði orðið „stríð“ yfir ástandið sem nú er uppi. Þá gagnrýndi Mattis ríkisstjórn Pútíns fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og sakaði hann Rússa um að hafa reynt að hindra framgang lýðræðisins. Loks kenndi Mattis Pútín og hans ríkisstjórn um hvernig farið væri fyrir kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Rússa en í október á þessu ári tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann hygðist draga aðild Bandaríkjanna að samkomulaginu til baka. Þetta hafi verið ákvðeið vegna ítrekaðra tilfella þar sem Rússar virtu samkomulagið að vettugi og hefðu uppi háttsemi sem stæði þvert gegn samkomulaginu, að sögn Mattis.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Trump aflýsir fundi með Pútín Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. 29. nóvember 2018 18:05
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56