Jólatónleikar fyrir milljarð Sighvatur Jónsson skrifar 1. desember 2018 19:00 Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip. Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip.
Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira