„Hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2018 20:00 Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira