Stöðva sölu á kúlublysi sem innihélt blý í óeðlilega miklu magni Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2018 16:41 Íslendingar eru iðulega sprengjuglaðir um áramót. Vísir/VILHELM Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir. Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00