Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 13:41 Teikning af New Horizons við Ultima Thule sem heitir formlega 2014 MU69. NASA/JHUAPL/SwRI Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum. Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum.
Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21