„Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 10:30 Dagný hefur gefið út bók um sögu móður sinnar. vísir/egill Umræðan um geðheilbrigðismál hefur aukist mikið á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú að sjálfsvígum fer fjölgandi á Íslandi og eru úrræðin fyrir fólk of fá. Dagný Maggýjar þekkir þessi mál vel en móðir hennar svipti sig lífi eftir erfið veikindi og hefur hún gefið út bók þar sem sagan er sögð frá a-ö. „Ég átti bara yndislega mömmu og ólst upp í flottum systkinahópi suður í Keflavík og allt var í góðu standi að ég hélt en svo uppgötvaði ég það þegar móðir mín veikist að það var kannski ekki allt í lagi,“ segir Dagný. Dagný var lengst af grunlaus um að móðir hennar hafi átt erfiða æsku, æsku sem hún talaði aldrei um. En eitthvað gerðist þegar móðir hennar fer í mjög einfalda lýtaaðgerð þegar hún var að nálgast sextugt. „Hún svona vildi bara líta vel út og það gerist eitthvað í þessari aðgerð. Þetta var svuntuaðgerð en strax daginn eftir þegar ég kem til hennar er hún byrjuð að breytast. Hún segir við mig að ef hún hefði vitað að þetta væri svona hefði hún aldrei farið í þessa aðgerð.“ Dagný segir að í kjölfarið hafi fjölskyldan hægt og rólega misst móður sína. Strax eftir aðgerðina fór móðir Dagnýjar að tala um æskuna og kom þá í ljós að faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi alla æskuna.Móðir hennar ásamt eiginmanni sínum.„Þetta var mest kannski andlegt ofbeldi en eftir að hún varð unglingur var það líka líkamlegt. Það hjálpaði kannski ekki að hún var rosalega viðkvæm og hefur líklega tekið þetta enn meira nærri sér en önnur systkini.“ Hún segir að móðir hennar hafi strax orðið mjög veik eftir aðgerðina.Alltaf mjög hrædd um sjálfa sig „Hún segir í fyrsta kastinu að hún sé svo hrædd um að gera sér eitthvað. Hún var alltaf mjög hrædd um sjálfan sig og þetta var rosalega sterk hvöt hjá henni. Það líða fjórtán mánuðir frá því að hún fer í þessa aðgerð þar til við erum búin að missa hana,“ segir Dagný en móðir hennar hafði áður reynt að svipta sig lífi og tókst það í þriðju tilraun. „Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi, hún bara hvarf og ég átti rosalega erfitt með að ræða þetta og hélt þessu svolítið nálægt mér. Það er ekki gott og það er kannski hluti af þessari skömm. Sjálfsvíg eru ekki skömm og það eru geðsjúkdómar ekki heldur.“ Hún segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að koma málefninu út og ræða það. „Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar og sagði frá henni í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Umræðan um geðheilbrigðismál hefur aukist mikið á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú að sjálfsvígum fer fjölgandi á Íslandi og eru úrræðin fyrir fólk of fá. Dagný Maggýjar þekkir þessi mál vel en móðir hennar svipti sig lífi eftir erfið veikindi og hefur hún gefið út bók þar sem sagan er sögð frá a-ö. „Ég átti bara yndislega mömmu og ólst upp í flottum systkinahópi suður í Keflavík og allt var í góðu standi að ég hélt en svo uppgötvaði ég það þegar móðir mín veikist að það var kannski ekki allt í lagi,“ segir Dagný. Dagný var lengst af grunlaus um að móðir hennar hafi átt erfiða æsku, æsku sem hún talaði aldrei um. En eitthvað gerðist þegar móðir hennar fer í mjög einfalda lýtaaðgerð þegar hún var að nálgast sextugt. „Hún svona vildi bara líta vel út og það gerist eitthvað í þessari aðgerð. Þetta var svuntuaðgerð en strax daginn eftir þegar ég kem til hennar er hún byrjuð að breytast. Hún segir við mig að ef hún hefði vitað að þetta væri svona hefði hún aldrei farið í þessa aðgerð.“ Dagný segir að í kjölfarið hafi fjölskyldan hægt og rólega misst móður sína. Strax eftir aðgerðina fór móðir Dagnýjar að tala um æskuna og kom þá í ljós að faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi alla æskuna.Móðir hennar ásamt eiginmanni sínum.„Þetta var mest kannski andlegt ofbeldi en eftir að hún varð unglingur var það líka líkamlegt. Það hjálpaði kannski ekki að hún var rosalega viðkvæm og hefur líklega tekið þetta enn meira nærri sér en önnur systkini.“ Hún segir að móðir hennar hafi strax orðið mjög veik eftir aðgerðina.Alltaf mjög hrædd um sjálfa sig „Hún segir í fyrsta kastinu að hún sé svo hrædd um að gera sér eitthvað. Hún var alltaf mjög hrædd um sjálfan sig og þetta var rosalega sterk hvöt hjá henni. Það líða fjórtán mánuðir frá því að hún fer í þessa aðgerð þar til við erum búin að missa hana,“ segir Dagný en móðir hennar hafði áður reynt að svipta sig lífi og tókst það í þriðju tilraun. „Ég týndi móður minni í þessu sjálfsvígi, hún bara hvarf og ég átti rosalega erfitt með að ræða þetta og hélt þessu svolítið nálægt mér. Það er ekki gott og það er kannski hluti af þessari skömm. Sjálfsvíg eru ekki skömm og það eru geðsjúkdómar ekki heldur.“ Hún segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að koma málefninu út og ræða það. „Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar en móðir hennar faldi vandamál sín alla tíð, skammaðist sín og enginn hafði hugmynd um að eitthvað væri að fyrr en það var orðið of seint. Dagný hefur nú skrifað bók um sögu móður sinnar og sagði frá henni í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“