Persónan Carlton átti það til að taka dansspor í þáttunum Fresh Prince sem framleiddir voru á árunum 1990 til 1996 og skartaði Will Smith í aðalhlutverki.
Ribeiro hefur nú ákveðið að stefna Epic Games, sem framleiðir tölvuleikinn vinsæla Fortnite, þar sem hann segir þá notast við dansinn í leyfisleysi.
Lögmaður Ribeiro vonast til að hægt verði að ná sáttum í formi þess að framleiðendur Fortnite greiði skjólstæðingi sínum bætur þar sem það hafi verið Ribeiro sjálfur sem hannaði umræddan dans.
Fortnite er einn allra vinsælasti tölvuleikur heims, en í frétt CNN segir að 78,3 milljónir manna hafi spilað leikinn í ágúst síðastliðinn.