Á forsendum barnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun