Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 13:58 Kristján Loftsson gengur svo langt að segja að fjölgun ferðamanna á Íslandi sé hvalveiðum að þakka. YouTube Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“ Hvalveiðar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“
Hvalveiðar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent