Valsbræðurnir þrír í viðtali: Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik, ekki hann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. desember 2018 22:33 Bræðurnir kátir eftir leikinn Facebook/Valur handbolti Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Olís-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar.
Olís-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira