Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:30 Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira