Pútín vill koma böndum á rapp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 14:16 Pútín segist hafa mestar áhyggjur af fíkniefnaneyslu ungs fólks. Getty/Mikhail Svetlov Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“ Rússland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“
Rússland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira