Stephen Thompson, sem hefur tvisvar barist um veltivigtartitilinn, er bardagalaus fyrri hluta næsta árs en vill ekki mæta „skrímslinu“ Gunnari Nelson.
Gunnar snéri aftur í búrið eftir eins og hálfs árs fjarveru í Toronto í byrjun mánaðarins og vann Alex Oliveira eftirminnilega.
Thompson átti að berjast við fyrrum veltivigtarmeistarann Robbie Lawler í byrjun næsta árs en hætt hefur verið við þann bardaga og mætir Lawler nýliðanum Ben Askren í staðinn.
Thompson var í viðtali við BJPenn.com þar sem hann ræddi mögulega bardaga og var hann spurður út í bardaga við Rafael dos Anjos eða Gunnar Nelson.
„Að fá bardaga við RDA yrði frábært,“ sagði Thompson. „Hver sem er í efstu fimm sætunum yrði frábær.“
„Ég væri til í einhvern aðeins hærra skrifaðan en Gunna, en ekki misskilja mig, gaurinn er skrímsli. Nelson er erfiður fyrir hvern sem er í þessari vigt.“
Gunnar Nelson er í 12. sæti styrkleikalista veltivigtarinnar eins og er. Stephen Thompsson er fjórði, Rafael dos Anjos fimmti og Robbie Lawler sjöundi.
Pétur Marinó Jónsson, einn helsti UFC sérfræðingur Íslands, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að hann teldi besta skrefið fyrir Gunnar væri að mæta manni á borð við Leon Edwards á bardagakvöldi í mars í Lundúnum.
Vill ekki mæta „skrímslinu“ Gunnari Nelson

Tengdar fréttir

Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson
Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki.

Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson
Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars.

Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum
Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina.