Rímnaljóð og myndlist á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2018 20:00 Rímnaljóð og myndlist fara vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu, sem syngja ljóð um leið og málið er. Þá standa félagarnir reglulega upp frá málverkunum og syngja jólalög saman. Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu fer fram í gamla Sandvíkurskólanum á Selfossi, nú Sandvíkursetri, þar sem félagsmenn hafa góða aðstöðu til að mála. Í húsinu er Gallerí þar sem hægt er að skoða myndir félagsmanna en nú eru um áttatíu félagsmenn í félaginu. Tilgangur félagsins er að stuðla að framgangi myndlistar á Suðurlandi. „Við erum með námskeið og þessar vinnustofur, sem gefa okkur mjög mikið og fólk kemur hingað til að mála, spjalla og svo fáum við oft gesti sem eru að skoða og spjalla við okkur, þetta er bara mjög gott fyrir samfélagið“, segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir formaður félagsins. Ásdís Hoffritz, sem býr á Selfossi er mjög virk í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka.Magnús HlynurÁsdís Hoffritz hefur málað lengi, hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka. En hvað eru málararnir að hugsa þegar þeir eru að mála ? „Stundum hugsum við ekki neitt og stundum hugsum við heilmikið. Svo er það líka að hittast á kaffistofunni og ræða málin, gagnrýni myndirnar hjá hvort öðru og spjalla“, segir Ásdís. Gústav Þór Stolzenwald er ekki mikið að spjalla þegar hann málar því hann fer með rímnaljóð eða stemmur um leið og hann málar verk sín. „Þetta er ríma eða stemma vestan af ströndum, sem ég lærði í síðasta mánuði. Að stemma og mála í leiðinni gefur tóninn í málverkinu, það gerir það“, segir Gústav Þór. Jólaskapið ræður ríkjum hjá Myndlistarfélaginu enda er staðið reglulega upp frá myndunum sem er verið að mála og jólalög sungin. Jól Myndlist Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Rímnaljóð og myndlist fara vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu, sem syngja ljóð um leið og málið er. Þá standa félagarnir reglulega upp frá málverkunum og syngja jólalög saman. Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu fer fram í gamla Sandvíkurskólanum á Selfossi, nú Sandvíkursetri, þar sem félagsmenn hafa góða aðstöðu til að mála. Í húsinu er Gallerí þar sem hægt er að skoða myndir félagsmanna en nú eru um áttatíu félagsmenn í félaginu. Tilgangur félagsins er að stuðla að framgangi myndlistar á Suðurlandi. „Við erum með námskeið og þessar vinnustofur, sem gefa okkur mjög mikið og fólk kemur hingað til að mála, spjalla og svo fáum við oft gesti sem eru að skoða og spjalla við okkur, þetta er bara mjög gott fyrir samfélagið“, segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir formaður félagsins. Ásdís Hoffritz, sem býr á Selfossi er mjög virk í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka.Magnús HlynurÁsdís Hoffritz hefur málað lengi, hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka. En hvað eru málararnir að hugsa þegar þeir eru að mála ? „Stundum hugsum við ekki neitt og stundum hugsum við heilmikið. Svo er það líka að hittast á kaffistofunni og ræða málin, gagnrýni myndirnar hjá hvort öðru og spjalla“, segir Ásdís. Gústav Þór Stolzenwald er ekki mikið að spjalla þegar hann málar því hann fer með rímnaljóð eða stemmur um leið og hann málar verk sín. „Þetta er ríma eða stemma vestan af ströndum, sem ég lærði í síðasta mánuði. Að stemma og mála í leiðinni gefur tóninn í málverkinu, það gerir það“, segir Gústav Þór. Jólaskapið ræður ríkjum hjá Myndlistarfélaginu enda er staðið reglulega upp frá myndunum sem er verið að mála og jólalög sungin.
Jól Myndlist Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira