Chris Christie dregur nafn sitt úr umræðunni Andri Eysteinsson skrifar 14. desember 2018 19:53 Chris Christie sóttist eftir útnefningu Repúblikana til forsetakosninga 2016. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Trump. Vísir/Getty Leit Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að næsta starfsmannastjóra Hvíta hússins heldur áfram um síðustu helgi var tilkynnt að núverandi starfsmannastjóri, John Kelly muni láta af störfum fyrir áramót. Fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, Chris Christie, var nú síðast orðaður við starfið en hann hefur opinberlega beðið um að vera tekinn af lista yfir mögulega eftirmenn Kelly í starfi. Hafnað af Christie og AyersChristie gaf út yfirlýsingu þess efnis og sagðist vilja nafn sitt af lista vegna fjölskylduaðstæðna. Heimildir Associated Press herma að Christie hafi fundað með forsetanum síðasta fimmtudag um möguleikann á því að hann tæki að sér starfið. Áður hafði Trump leitað til Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans Mike Pence, en hann hafnaði boði forsetans. Í gegnum aldanna rás hefur verið mikil aðsókn í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins, svo virðist ekki vera í þetta sinn. Breski fjölmiðlamaðurinn og vinur Trump, Piers Morgan bauð hins vegar fram krafta sína í opnu bréfi á Daily Mail í vikunni og fyrrum hafnaboltastjarnan Jose Canseco sendi forsetanum umsókn sína á Twitter í gær. Í færslunni sagðist hafnaboltastjarnan vera klár í slag og sagðist einnig ætla að koma forsetanum í betra form. Hey little buddy @realDonaldTrump u need a bash brother for Chief if Staff. Got a secret reorg plan already. Also worried about you looking more like a Twinkie everyday. I will buff you up daily workouts. DM me. #yeswecanseco — Jose Canseco (@JoseCanseco) December 13, 2018 Mögulega skýringu á erfiðleikum Trump að manna stöðuna segir AP að mikil starfsmannavelta innan ríkisstjórnar Trump hafi mögulega eitthvað að segja. Trump sjálfur sagði þó leitina ganga vel, fimm manna listi hafi verið samsettur og viðtöl við stórkostlegt fólk stæðu yfir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Leit Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að næsta starfsmannastjóra Hvíta hússins heldur áfram um síðustu helgi var tilkynnt að núverandi starfsmannastjóri, John Kelly muni láta af störfum fyrir áramót. Fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, Chris Christie, var nú síðast orðaður við starfið en hann hefur opinberlega beðið um að vera tekinn af lista yfir mögulega eftirmenn Kelly í starfi. Hafnað af Christie og AyersChristie gaf út yfirlýsingu þess efnis og sagðist vilja nafn sitt af lista vegna fjölskylduaðstæðna. Heimildir Associated Press herma að Christie hafi fundað með forsetanum síðasta fimmtudag um möguleikann á því að hann tæki að sér starfið. Áður hafði Trump leitað til Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans Mike Pence, en hann hafnaði boði forsetans. Í gegnum aldanna rás hefur verið mikil aðsókn í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins, svo virðist ekki vera í þetta sinn. Breski fjölmiðlamaðurinn og vinur Trump, Piers Morgan bauð hins vegar fram krafta sína í opnu bréfi á Daily Mail í vikunni og fyrrum hafnaboltastjarnan Jose Canseco sendi forsetanum umsókn sína á Twitter í gær. Í færslunni sagðist hafnaboltastjarnan vera klár í slag og sagðist einnig ætla að koma forsetanum í betra form. Hey little buddy @realDonaldTrump u need a bash brother for Chief if Staff. Got a secret reorg plan already. Also worried about you looking more like a Twinkie everyday. I will buff you up daily workouts. DM me. #yeswecanseco — Jose Canseco (@JoseCanseco) December 13, 2018 Mögulega skýringu á erfiðleikum Trump að manna stöðuna segir AP að mikil starfsmannavelta innan ríkisstjórnar Trump hafi mögulega eitthvað að segja. Trump sjálfur sagði þó leitina ganga vel, fimm manna listi hafi verið samsettur og viðtöl við stórkostlegt fólk stæðu yfir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57