400 milljóna króna stuðningur við bækur á íslensku festur í lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:22 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022. Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022.
Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00
Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00