400 milljóna króna stuðningur við bækur á íslensku festur í lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:22 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022. Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022.
Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00
Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00