Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru útnefnd knattspyrnufólk ársins af KSÍ.
Gylfi er einn af lykilmönnum Everton og hefur átt frábæra byrjun á yfirstandandi tímabili. Hann hefur skorað sjö mörk og gefið tvær stoðsendingar í 17 leikjum á tímabilinu til þessa.
Hann var að vanda í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í Þjóðadeildinni í haust. Gylfi spilaði alla leiki Íslands á HM og skoraði mark Íslands gegn Króatíu.
Sara Björk er einn besti leikmaður Wolfsburg, eins besta félagsliðs Evrópu. Hún átti stóran þátt í að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en meiddist í þeim leik sem svo tapaðist í framlengingu.
Wolfsburg vann tvöfalt heimafyrir í vor, annað árið í röð. Wolfsburg hefur enn ekki tapað leik í þýsku deildinni á yfirstandandi tímabili, Sara hefur tekið þátt í átta þeirra og skorað eit mark.
Sara er fyrirliði íslenska landsliðsins og lék átta landsleiki á árinu, en íslenska liðið var hársbreidd frá því að tryggja sig í umspil um sæti á HM.
Í kjörinu, sem fjölmargir innan knattspyrnuhreyfingarinnar koma að, var Alfreð Finnbogason í öðru sæti og Jóhann Berg Guðmundsson því þriðja. Kvennamegin var Sif Atladóttir önnur og Glódís Perla Viggósdóttir þriðja.
Sara og Gylfi knattspyrnufólk ársins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




