Útlit fyrir rigningarveður og „milt loft af suðrænum uppruna“ um jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:35 Á þessum tímapunkti, tíu dögum fyrir jól, er ekki útlit fyrir snjó í höfuðborginni á aðfangadag. Vísir/vilhelm Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018 Jól Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018
Jól Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira