Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2018 10:00 Alex Oliveira var illa farinn eftir bardagann. vísir/getty Alex Olivera, Brasilíumaðurinn sem lærði hvar Davíð keypti ölið í Toronto um síðastliðna helgi þegar að Gunnar Nelson rúllaði honum upp í UFC-búrinu, vill meina að hann hafi ekki tapað fyrir íslenska bardagakappanum á uppgjafartaki. Eftir að Gunnar þrumaði eitruðum olnboga í enni Olivera var blóð úti um allt. Brassinn opnaði sig eftir höggið sem gerði Gunnari kleift að koma örmum utan um háls hans og gera allt klárt fyrir hið svo kallaða Rear naked choke eða hengingartak. Dómarinn stöðvaði bardagann þegar að Olivera sló nokkrum sinnum létt á handlegg Gunnars og var sigurinn skráður með uppgjafartaki sem gerir það að verkum að Gunnar hefur klárað flesta bardaga í sögu veltivigtarinnar með slíkri aðferð. „Hann var vissulega klár með henginguna en ég var á lífi þá. Ég var bara góður. Vandamálið var allt þetta blóð,“ segir Oliveira í viðtali við MMA Fighting en blóðið vægast sagt fossaði út úr enni Brasilíumannsins. „Þegar ég lagði hönd á ennið fann ég allt var opið. Ég sá ekki neitt. Það hefði engu máli skipt ef ég hefði lifað lotuna af því læknirinn hefði aldrei leyft mér að halda áfram.“ Fyrst eftir bardagann bárust fréttir af því að Oliveira, sem verður með vænt ör á enninu um ókomna tíð, hefði þurft að láta sauma 29 spor til að loka sárinu. Það er ekki rétt. Þau voru töluvert fleiri. „38 spor, maður! Það voru saumuð 38 spor. Þetta er bara hluti af leiknum, ekki satt? Olnbogaskotið gjörsamlega breytti þessum bardaga,“ segir Alex Oliveira. MMA Tengdar fréttir Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Alex Olivera, Brasilíumaðurinn sem lærði hvar Davíð keypti ölið í Toronto um síðastliðna helgi þegar að Gunnar Nelson rúllaði honum upp í UFC-búrinu, vill meina að hann hafi ekki tapað fyrir íslenska bardagakappanum á uppgjafartaki. Eftir að Gunnar þrumaði eitruðum olnboga í enni Olivera var blóð úti um allt. Brassinn opnaði sig eftir höggið sem gerði Gunnari kleift að koma örmum utan um háls hans og gera allt klárt fyrir hið svo kallaða Rear naked choke eða hengingartak. Dómarinn stöðvaði bardagann þegar að Olivera sló nokkrum sinnum létt á handlegg Gunnars og var sigurinn skráður með uppgjafartaki sem gerir það að verkum að Gunnar hefur klárað flesta bardaga í sögu veltivigtarinnar með slíkri aðferð. „Hann var vissulega klár með henginguna en ég var á lífi þá. Ég var bara góður. Vandamálið var allt þetta blóð,“ segir Oliveira í viðtali við MMA Fighting en blóðið vægast sagt fossaði út úr enni Brasilíumannsins. „Þegar ég lagði hönd á ennið fann ég allt var opið. Ég sá ekki neitt. Það hefði engu máli skipt ef ég hefði lifað lotuna af því læknirinn hefði aldrei leyft mér að halda áfram.“ Fyrst eftir bardagann bárust fréttir af því að Oliveira, sem verður með vænt ör á enninu um ókomna tíð, hefði þurft að láta sauma 29 spor til að loka sárinu. Það er ekki rétt. Þau voru töluvert fleiri. „38 spor, maður! Það voru saumuð 38 spor. Þetta er bara hluti af leiknum, ekki satt? Olnbogaskotið gjörsamlega breytti þessum bardaga,“ segir Alex Oliveira.
MMA Tengdar fréttir Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00 Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30 Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“ Reynslumikill Brasilíumaður vill berjast við Gunnar Nelson. 13. desember 2018 11:00
Segir aðalbardaga í London á móti Leon Edwards rétta skrefið fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson vill helst berjast í Lundúnum í mars. 13. desember 2018 13:30
Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum Gunnar Nelson er kominn upp fyrir Alex Oliveira sem að hann pakkaði saman um helgina. 13. desember 2018 10:00