Sara og Björgvin eru bæði aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2018 16:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Sara og Björgvin bæði aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu fyrir lokadaginn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson áttu mjög fínan þriðja dag á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí og eru þau bæði í verðlaunsæti fyrir lokadaginn á morgun. Sara hækkaði sig um þrjú sæti í dag og er aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu. Þar er hin ástralska Jamie Greene með 475 stig en Sara er komin upp í 473 stig. Björgvin Karl Guðmundsson er áfram í þriðja sætinu í karlaflokki eftir að hafa náð fimmta sætinu í grein sex. Björgvin Karl er með 493 stig eða aðeins tveimur stigum minna en Willy Georges. Mathew Fraser er með 535 stig og 39 stiga forskot í karlaflokki. Fraser endaði í 1. sæit tvisvar og 2. sæti einu sinni í greinunum á þriðja keppnisdeginum. Hann hefur verið óstöðvandi á síðustu heimsleikjum og er mjög sigurstranglegur í þessu móti. Björgvin Karl átti góðan dag eins og Sara en hann endaði í 6. sæti, 2. sæti og 5. sæti í greinum dagsins. Ragnheiður Sara varð í fjórða sæti í lokagrein dagsins og fékk fyrir það 85 stig. Jamie Greene var aftur á móti aðeins í 15. sæti og missti toppsætið aftur til Samönthu Briggs. Samantha Briggs náði öðrum besta árangrinum í sjöttu grein mótsins sem hún kláraði á 5 mínútum og 33 sekúndum. Sara kláraði á 5 mínútum og 37 sekúndum og það munaði því ekki miklu á þeim. Samantha Briggs er með 509 stig eða 34 stigum meira en Greene og 36 stigum meira en Sara. Sara endaði í 9. sæti í fyrstu grein dagsins og var með annan besta árangur í grein tvö. Greinarnar þrjár voru því allar að skila henni fullt af stigum. Oddrún Eik Gylfadóttir datt niður um þrjú sæti eftir sjöttu greinina þar sem hún náði 21. besta árangrinum. Eik er með 369 stig í 12. sæti fyrir lokadaginn. Þrjár síðustu greinarnar fara fram á morgun og hefst keppni í fyrramálið.Staða og stig íslensku keppendanna eftir sex fyrstu greinarnar:Björgvin Karl Guðmundsson 1. grein: 4. sæti (85 stig) 2. grein: 4. sæti (85 stig) 3. grein: 7. sæti (73 stig) - er í 2. sæti með 243 stig 4. grein: 6. sæti (75 stig) - er í 3. sæti með 318 stig 5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 3. sæti með 418 stig 6. grein: 5. sæti (80 stig) - er í 3. sæti með 493 stigRagnheiður Sara Sigmundsdóttir 1. grein: 1. sæti (100 stig) 2. grein: 16. sæti (55 stig) 3. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 6. sæti með 224 stig 4. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 4. sæti með 293 stig 5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 4. sæti með 388 stig 6. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 3. sæti með 473 stigOddrún Eik Gylfadóttir 1. grein: 15. sæti (57 stig) 2. grein: 8. sæti (71 stig) 3. grein: 8. sæti (71 stig) - er í 9. sæti með 199 stig 4. grein: 26. sæti (40 stig) - er í 13. sæti með 239 stig 5. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 9. sæti með 324 stig 5. grein: 21. sæti (45 stig) - er í 12. sæti með 369 stig CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira
Sara og Björgvin bæði aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu fyrir lokadaginn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson áttu mjög fínan þriðja dag á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí og eru þau bæði í verðlaunsæti fyrir lokadaginn á morgun. Sara hækkaði sig um þrjú sæti í dag og er aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu. Þar er hin ástralska Jamie Greene með 475 stig en Sara er komin upp í 473 stig. Björgvin Karl Guðmundsson er áfram í þriðja sætinu í karlaflokki eftir að hafa náð fimmta sætinu í grein sex. Björgvin Karl er með 493 stig eða aðeins tveimur stigum minna en Willy Georges. Mathew Fraser er með 535 stig og 39 stiga forskot í karlaflokki. Fraser endaði í 1. sæit tvisvar og 2. sæti einu sinni í greinunum á þriðja keppnisdeginum. Hann hefur verið óstöðvandi á síðustu heimsleikjum og er mjög sigurstranglegur í þessu móti. Björgvin Karl átti góðan dag eins og Sara en hann endaði í 6. sæti, 2. sæti og 5. sæti í greinum dagsins. Ragnheiður Sara varð í fjórða sæti í lokagrein dagsins og fékk fyrir það 85 stig. Jamie Greene var aftur á móti aðeins í 15. sæti og missti toppsætið aftur til Samönthu Briggs. Samantha Briggs náði öðrum besta árangrinum í sjöttu grein mótsins sem hún kláraði á 5 mínútum og 33 sekúndum. Sara kláraði á 5 mínútum og 37 sekúndum og það munaði því ekki miklu á þeim. Samantha Briggs er með 509 stig eða 34 stigum meira en Greene og 36 stigum meira en Sara. Sara endaði í 9. sæti í fyrstu grein dagsins og var með annan besta árangur í grein tvö. Greinarnar þrjár voru því allar að skila henni fullt af stigum. Oddrún Eik Gylfadóttir datt niður um þrjú sæti eftir sjöttu greinina þar sem hún náði 21. besta árangrinum. Eik er með 369 stig í 12. sæti fyrir lokadaginn. Þrjár síðustu greinarnar fara fram á morgun og hefst keppni í fyrramálið.Staða og stig íslensku keppendanna eftir sex fyrstu greinarnar:Björgvin Karl Guðmundsson 1. grein: 4. sæti (85 stig) 2. grein: 4. sæti (85 stig) 3. grein: 7. sæti (73 stig) - er í 2. sæti með 243 stig 4. grein: 6. sæti (75 stig) - er í 3. sæti með 318 stig 5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 3. sæti með 418 stig 6. grein: 5. sæti (80 stig) - er í 3. sæti með 493 stigRagnheiður Sara Sigmundsdóttir 1. grein: 1. sæti (100 stig) 2. grein: 16. sæti (55 stig) 3. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 6. sæti með 224 stig 4. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 4. sæti með 293 stig 5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 4. sæti með 388 stig 6. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 3. sæti með 473 stigOddrún Eik Gylfadóttir 1. grein: 15. sæti (57 stig) 2. grein: 8. sæti (71 stig) 3. grein: 8. sæti (71 stig) - er í 9. sæti með 199 stig 4. grein: 26. sæti (40 stig) - er í 13. sæti með 239 stig 5. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 9. sæti með 324 stig 5. grein: 21. sæti (45 stig) - er í 12. sæti með 369 stig
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira