HSÍ fékk hæsta styrkinn úr sögulega digrum Afrekssjóði ÍSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 15:22 Handboltinn fékk mest í ár. vísir/daníel Þór ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur. Aðrar íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira