Segjast ekki hafa lofað Primera Air láni Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 14:51 Flugvél hins sáluga Primera Air. Vísir/getty Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17