Löng bið á enda hjá Laurent Koscielny í leik á móti Hannesi og félögum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 15:00 Laurent Koscielny. Vísir/Getty Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira