Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 10:17 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00