Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 10:30 Útgefandi götublaðsins National Enquirer keypti réttinn á að birta ásakanir Playboy-fyrirsætu um kynferðislegt samband við Trump. Blaðið ætlaði sér hins vegar aldrei að birta þær heldur að hlífa framboði Trump við skaðlegri umfjöllun. Vísir/Getty Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05
Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15
Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent