Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 17:24 Páll Matthíasson, forstjóri Landsítalans tók til máls á kynningunni. Mynd/Landspítalinn Jáeindaskanni sem Íslensk erfðagreining færði þjóðinni að gjöf, er kominn í notkun á Landspítalann eftir mikinn undirbúning. Landspítalinn bauð starfsfólki og nokkrum gestum að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina í dag. Á Facebook-síðu spítalans segir að starfsemi skannans sé nú komin á slíkt skrið að nokkrir sjúklingar séu rannsakaðir daglega og þegar full virkni verður komin á standi vonir til að þessi fjöldi verði um 1.700 til tvö þúsund sjúklingar á ári. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir rötgendeildar Landspítalans, segir að skanninn sé fyrst og fremst notaður til greiningar á krabbameinum og að það sé mjög ánægjulegt að hann sé kominn í notkun. „Fyrsti sjúklingurinn var tekinn hér 22. ágúst og eftir smá bras við bilanir og slíkt og stillingar á tækjabúnaði er starfsemin komin á gott ról og við rannsökum nokkra sjúklinga á dag.“ Á síðu Landspítalans segir að verkefnið sé eitt flóknasta tækniverkefni, sem hafi verið ráðist í hér á landi. Framkvæmdin hafi staði í þrjú ár og gengið ágætlega þrátt fyrir ófyrirséðar tafir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Pétur H. Hannesson yfirlæknir röntgendeildar Landspítala, tóku til máls á kynningunni fyrr í dag, en meðal viðstaddra voru meðal annars Alma D. Möller landlæknir, og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir.FRÉTT // Jáeindaskanninn tekinn í notkun from Landspítali on Vimeo. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Jáeindaskanni sem Íslensk erfðagreining færði þjóðinni að gjöf, er kominn í notkun á Landspítalann eftir mikinn undirbúning. Landspítalinn bauð starfsfólki og nokkrum gestum að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina í dag. Á Facebook-síðu spítalans segir að starfsemi skannans sé nú komin á slíkt skrið að nokkrir sjúklingar séu rannsakaðir daglega og þegar full virkni verður komin á standi vonir til að þessi fjöldi verði um 1.700 til tvö þúsund sjúklingar á ári. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir rötgendeildar Landspítalans, segir að skanninn sé fyrst og fremst notaður til greiningar á krabbameinum og að það sé mjög ánægjulegt að hann sé kominn í notkun. „Fyrsti sjúklingurinn var tekinn hér 22. ágúst og eftir smá bras við bilanir og slíkt og stillingar á tækjabúnaði er starfsemin komin á gott ról og við rannsökum nokkra sjúklinga á dag.“ Á síðu Landspítalans segir að verkefnið sé eitt flóknasta tækniverkefni, sem hafi verið ráðist í hér á landi. Framkvæmdin hafi staði í þrjú ár og gengið ágætlega þrátt fyrir ófyrirséðar tafir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Pétur H. Hannesson yfirlæknir röntgendeildar Landspítala, tóku til máls á kynningunni fyrr í dag, en meðal viðstaddra voru meðal annars Alma D. Möller landlæknir, og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, María Heimisdóttir.FRÉTT // Jáeindaskanninn tekinn í notkun from Landspítali on Vimeo.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira