Meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 14:15 Alisson Becker. Vísir/Getty Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30
Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30