Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 00:00 Jared Kushner og Ivanka Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira