Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer til Katar í janúar og mætir þar Svíþjóð og Kúveit í vináttulandsleikjum. Þetta kemur fram á vef KSÍ.
Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, mætir þar sínum gömlu lærisveinum en hann stýrði sænska landsliðinu frá 2009-2016 og kom því á tvö stórmót.
Leikurinn gegn Svíþjóð verður 11. janúar en leikið verður gegn Kúveit fjórum dögum síðar. Um er að ræða leiki utan alþjóðlegra leikdaga og fá því leikmenn sem spila á Norðurlöndum frekari tækifæri eins og alltaf í þessum janúarverkefnum.
Mikið og gott samband ríkir á milli Íslands og Katar en strákarnir fóru þangað í janúar 2016 og aftur í lok árs 2017 en nú starfar fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í Katar.
Í fyrra fór íslenska landsliðið til Indónesíu og spilaði þar tvo vináttulandsleiki á sama tíma.
Ísland mætir Svíum og Kúveit í Katar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn



Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti

