Ferðaþjónustan á Hveravöllum til sölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2018 09:45 Frá Hveravöllum. Vísir/vilhelm Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Um er að ræða allar fasteignir, tækjabúnað, innviði og lóðarleigusamning til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hveravallafélaginu. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins. Aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Sveitarfélagið hefur óskað eftir því að fara út úr ferðaþjónusturekstrinum og eigendur Gray Line hafa ákveðið að einbeita kröftum sínum að rekstri eigin félags samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu við Skíðaskálann í Hveradölum. „Hveravallafélagið hefur starfað áratugum saman á Hveravöllum. Síðustu árin hefur félagið varið um 100 milljónum króna í endurbætur húsa og búnaðar ásamt uppbyggingu innviða á borð við vatnsveitu og fráveitu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Hveravallafélagsins, að ferðaþjónustan á Hveravöllum skapi mikil tækifæri en sé um leið krefjandi verkefni fyrir rekstraraðila. „Framundan eru miklir möguleikar í uppbyggingu og vöruþróun á svæðinu. Við teljum því mikilvægt að starfsemin komist í hendur aðila sem geta sinnt henni nú og til framtíðar. Með því að láta Hveravallafélagið af hendi getum við betur einbeitt okkur að uppbyggingaráformum í Hveradölum.“ Ferðaþjónustan á Hveravöllum er opin allan ársins hring. Um 10 þúsund manns gista þar árlega í skálum, tjöldum og húsbílum. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu um 80 þúsund manns til Hveravalla árið 2016. Þá liggur fyrir tillaga að byggingu nýrrar hálendismiðstöðvar í samræmi við landsskipulag. Bygging hálendismiðstöðvarinnar er fyrirhuguð utan friðlýsta hverasvæðisins til að stuðla að vernd þess og sjálfbærri þróun. Fasteignasala Mosfellsbæjar annast söluna. Ferðamennska á Íslandi Húnavatnshreppur Tengdar fréttir 600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. 6. desember 2016 07:00 Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“ Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi. 9. júlí 2015 20:05 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Um er að ræða allar fasteignir, tækjabúnað, innviði og lóðarleigusamning til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hveravallafélaginu. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins. Aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Sveitarfélagið hefur óskað eftir því að fara út úr ferðaþjónusturekstrinum og eigendur Gray Line hafa ákveðið að einbeita kröftum sínum að rekstri eigin félags samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu við Skíðaskálann í Hveradölum. „Hveravallafélagið hefur starfað áratugum saman á Hveravöllum. Síðustu árin hefur félagið varið um 100 milljónum króna í endurbætur húsa og búnaðar ásamt uppbyggingu innviða á borð við vatnsveitu og fráveitu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Hveravallafélagsins, að ferðaþjónustan á Hveravöllum skapi mikil tækifæri en sé um leið krefjandi verkefni fyrir rekstraraðila. „Framundan eru miklir möguleikar í uppbyggingu og vöruþróun á svæðinu. Við teljum því mikilvægt að starfsemin komist í hendur aðila sem geta sinnt henni nú og til framtíðar. Með því að láta Hveravallafélagið af hendi getum við betur einbeitt okkur að uppbyggingaráformum í Hveradölum.“ Ferðaþjónustan á Hveravöllum er opin allan ársins hring. Um 10 þúsund manns gista þar árlega í skálum, tjöldum og húsbílum. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu um 80 þúsund manns til Hveravalla árið 2016. Þá liggur fyrir tillaga að byggingu nýrrar hálendismiðstöðvar í samræmi við landsskipulag. Bygging hálendismiðstöðvarinnar er fyrirhuguð utan friðlýsta hverasvæðisins til að stuðla að vernd þess og sjálfbærri þróun. Fasteignasala Mosfellsbæjar annast söluna.
Ferðamennska á Íslandi Húnavatnshreppur Tengdar fréttir 600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. 6. desember 2016 07:00 Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“ Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi. 9. júlí 2015 20:05 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. 6. desember 2016 07:00
Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“ Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi. 9. júlí 2015 20:05