Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:00 Karsten Dybvad. Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank. Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank.
Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33