Jólasveinar í skegg- og hársnyrtingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 18:45 Jólasveinar mættu í skegg- og hársnyrtingu og veittu Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna í styrk. Vísir/JóhannK Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira