Danir grófu upp elstu myndbönd sín af Íslendingum í tilefni af fullveldisafmælinu Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Á myndböndunum má meðal annars sjá frá heimsóknum alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 og heimsóknum Danakonunga til Íslands 1907 og 1921. Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen. Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen.
Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46