Handbolti

Seinni bylgjan: Stórkostlegur kítingur Einars og Tedda á Nesinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Þú sparkaðir í ritaraborðið.“
„Þú sparkaðir í ritaraborðið.“ S2 Sport
Theodór Sigurbjörnsson og Einar Jónsson eru mjög skemmtilegir menn. Þegar tveir skemmtilegir menn hittast þá er gleði. Svona kynnti Tómas Þór Þórðarsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport inn skemmtilegt myndbrot sem náðist af þeim tveim eftir leik Gróttu og ÍBV í Olísdeildinni.

ÍBV vann leikinn 24-27 á Seltjarnarnesi um helgina þar sem Theodór skoraði sex mörk. Eftir leik var Einar á leið í viðtal við Stöð 2 Sport eins og venjan er þegar Theodór gefur sig á tal við hann.

„Mannstu hvað þú sagðir fyrir leik? Höldum ró okkar. Þú varst alveg trítilóður hérna í sextíu mínútur,“ sagði Theodór við Einar.

Einar reyndi að mótmæla þessari staðhæfu Eyjamannsins en gekk það illa. 

„Hey, þú sparkaðir í ritaraborðið.“

„Nei, það var óvart, ég rakst í það,“ svaraði þjálfarinn þá. „Ekki vera að fíflast þetta, þú varst út af meira og minna allan leikinn þannig að þú getur ekkert verið að tjá þig um þetta.“

„Það skiptir engu máli,“ sagði Theodór léttur og gekk í burtu.

Þetta stórbrotna samtal má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Kítingur Einars og Tedda í viðtali





Fleiri fréttir

Sjá meira


×