Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. desember 2018 19:15 Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.Hvítbókin er 294 blaðsíður en helstu niðurstöður hennar voru kynntar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. „Það má segja að það gerist nokkuð sjaldan að við tökum svona stærri málefni, sem skipta miklu máli fyrir framtíðina, og leggjum grunn að umræðu fyrir framtíðarsýn með Hvítbókarfyrirkomulagi. En nýrri ríkisstjórn fannst mikilvægt að hafa það verklag fyrir umræðu um framtíðarfjármálakerfið á Íslandi sem hefur eðlilega verið mjög í umræðunni undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þegar niðurstöður Hvítbókarinnar voru kynntar. Á meðal tillagna nefndarinnar er að sett verði upp sérstök varnarlína venga umfangs fjárfestingarbankastarfsemi. Hún felst í því að ef hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi fer yfir 15 prósent verði viðkomandi banki að færa starfsemina í sérstakt félag. „Tillagan felst í því að takmarka áhættu þannig að þegar áhættan fer yfir ákveðin mörk þá þurfi viðkomandi banki að grípa til ráðstafana eins og að setja fjárfestingarbankastarfsemina inn í sérstakt félag. Við fengum aðila úr fjármálakerfinu til að skoða þetta og bera þetta saman við ástandið fyrir hrun ef þessi regla hefði gilt þá. Þá sáum við að fjárfestingarbankastarfsemi var mjög stór hluti af bankakerfinu á þeim tíma. Það er því ákveðin huggun í því að þessi regla um varnarlínuna hefði skipt miklu máli á þeim tíma,“ segir Lárus.Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur var í starfshópi um gerð Hvítbókarinnar.Í hvítbókinni er vikið að breytingum á eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem munu hafa töluverð áhrif á framtíð fjármálakerfisins. Starfshópurinn leggur til að dregið verði úr eignarhaldi ríkisins á bönkum en víðtækt eignarhald íslenska ríkisins á viðskiptabönkunum er einsdæmi í vestrænum heimi að því er fram kemur í skýrslunni. Í því sambandi er bent á að eignarhaldi ríkisins fylgi talsverð áhætta en ríkissjóður er með um 300 milljarða króna bundna í eignarhlutum í bankakerfinu. Í hvítbókinni er bent á að þetta séu fjármunir sem gæty nýst við að lækka skuldir ríkisins eða á annan ábyrgan hátt. Þá telur starfshópurinn að sameiginleg yfirráð ríkisins á stórum hluta fjármálamarkaðar séu til þess fallin að raska samkeppni og skapa aðstæður sem leiða til stöðnunar.Vilja aðkomu erlends banka Sérstök lög gilda nú um sölu banka í eigu ríkisins. Um er að ræða lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá árinu 2012. Starfshópurinn leggur til að þessari umgjörð verði fylgt við losun á eignarhaldi ríkisins en mikilvægt sé að hugað verði að möguleikum á að losa um eignarhluti með heildstæðum hætti. Þá leggur starfshópurinn áherslu á aðkomu erlends banka að eignarhaldi á einhverjum að íslensku bönkunum. „Bein aðkoma erlends banka að einum íslensku bankanna er líkleg til að hafa jákvæð áhrif á samkeppnisumhverfi bankanna til framtíðar, auka stöðugleika og minnka kerfisáhættu með fjölbreyttara eignarhaldi bankakerfisins og minnka þar með hættu á krosseignartengslum. Ef erlendur banki keypti íslenskan banka að fullu mætti leiða líkur að því að íslenska bankanum yrði breytt í útibú, sem væri þá að nokkru leyti undir eftirliti erlends fjármálaeftirlits,“ segir í hvítbókinni. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Í hvítbókinni er líka lagt til að sértækir skattar á fjármálafyrirtæki verði lækkaðir. Þar má nefna bankaskattinn svokallaða sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja. Í hvítbókinni kemur fram að sértæk skattlagning á fjármálafyrirtæki hér á landi sé margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Mörg Evrópuríki með miðlægan skuldagrunn Starfshópurinn sem vann hvítbókina leggur til að komið verði á fót miðlægum skuldagrunni. „Miðlægur skuldagrunnur er grunnur þar sem safnað er saman skuldum fyrirtækja og einstaklinga á einn stað. Skuldum semsagt við fjármálafyrirtæki og þetta er gert í mjög mörgum löndum í kringum okkur til þes sað fá betri sýn á heildar skuldsetningu, smitháættu, samþjöppun skulda í ákveðnum greinum og auðveldar greina. Þetta auðveldar líka setningu reglna og beitingu þjóðarhagsvarúðartækja,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur sem var í starfshópnum um gerð Hvítbókarinnar. Auk þeirra Lárusar og Guðrúnar sátu í starfshópnum þau Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Sylvía K. Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair, var einnig skipuð í hópinn og starfaði með honum fram á haust.Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.Hvítbókin er 294 blaðsíður en helstu niðurstöður hennar voru kynntar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. „Það má segja að það gerist nokkuð sjaldan að við tökum svona stærri málefni, sem skipta miklu máli fyrir framtíðina, og leggjum grunn að umræðu fyrir framtíðarsýn með Hvítbókarfyrirkomulagi. En nýrri ríkisstjórn fannst mikilvægt að hafa það verklag fyrir umræðu um framtíðarfjármálakerfið á Íslandi sem hefur eðlilega verið mjög í umræðunni undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þegar niðurstöður Hvítbókarinnar voru kynntar. Á meðal tillagna nefndarinnar er að sett verði upp sérstök varnarlína venga umfangs fjárfestingarbankastarfsemi. Hún felst í því að ef hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi fer yfir 15 prósent verði viðkomandi banki að færa starfsemina í sérstakt félag. „Tillagan felst í því að takmarka áhættu þannig að þegar áhættan fer yfir ákveðin mörk þá þurfi viðkomandi banki að grípa til ráðstafana eins og að setja fjárfestingarbankastarfsemina inn í sérstakt félag. Við fengum aðila úr fjármálakerfinu til að skoða þetta og bera þetta saman við ástandið fyrir hrun ef þessi regla hefði gilt þá. Þá sáum við að fjárfestingarbankastarfsemi var mjög stór hluti af bankakerfinu á þeim tíma. Það er því ákveðin huggun í því að þessi regla um varnarlínuna hefði skipt miklu máli á þeim tíma,“ segir Lárus.Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur var í starfshópi um gerð Hvítbókarinnar.Í hvítbókinni er vikið að breytingum á eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem munu hafa töluverð áhrif á framtíð fjármálakerfisins. Starfshópurinn leggur til að dregið verði úr eignarhaldi ríkisins á bönkum en víðtækt eignarhald íslenska ríkisins á viðskiptabönkunum er einsdæmi í vestrænum heimi að því er fram kemur í skýrslunni. Í því sambandi er bent á að eignarhaldi ríkisins fylgi talsverð áhætta en ríkissjóður er með um 300 milljarða króna bundna í eignarhlutum í bankakerfinu. Í hvítbókinni er bent á að þetta séu fjármunir sem gæty nýst við að lækka skuldir ríkisins eða á annan ábyrgan hátt. Þá telur starfshópurinn að sameiginleg yfirráð ríkisins á stórum hluta fjármálamarkaðar séu til þess fallin að raska samkeppni og skapa aðstæður sem leiða til stöðnunar.Vilja aðkomu erlends banka Sérstök lög gilda nú um sölu banka í eigu ríkisins. Um er að ræða lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá árinu 2012. Starfshópurinn leggur til að þessari umgjörð verði fylgt við losun á eignarhaldi ríkisins en mikilvægt sé að hugað verði að möguleikum á að losa um eignarhluti með heildstæðum hætti. Þá leggur starfshópurinn áherslu á aðkomu erlends banka að eignarhaldi á einhverjum að íslensku bönkunum. „Bein aðkoma erlends banka að einum íslensku bankanna er líkleg til að hafa jákvæð áhrif á samkeppnisumhverfi bankanna til framtíðar, auka stöðugleika og minnka kerfisáhættu með fjölbreyttara eignarhaldi bankakerfisins og minnka þar með hættu á krosseignartengslum. Ef erlendur banki keypti íslenskan banka að fullu mætti leiða líkur að því að íslenska bankanum yrði breytt í útibú, sem væri þá að nokkru leyti undir eftirliti erlends fjármálaeftirlits,“ segir í hvítbókinni. Samkvæmt núgildandi eigendastefnu ríkisins varðandi eignarhald á fjármálafyrirtækjum er stefnt að því að ríkissjóður haldi eftir 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Í hvítbókinni kemur fram að sex af hverjum tíu landsmönnum séu jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að ríkið haldið eftir hlut í viðskiptabanka til lengri tíma litið. Í hvítbókinni er líka lagt til að sértækir skattar á fjármálafyrirtæki verði lækkaðir. Þar má nefna bankaskattinn svokallaða sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja. Í hvítbókinni kemur fram að sértæk skattlagning á fjármálafyrirtæki hér á landi sé margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Mörg Evrópuríki með miðlægan skuldagrunn Starfshópurinn sem vann hvítbókina leggur til að komið verði á fót miðlægum skuldagrunni. „Miðlægur skuldagrunnur er grunnur þar sem safnað er saman skuldum fyrirtækja og einstaklinga á einn stað. Skuldum semsagt við fjármálafyrirtæki og þetta er gert í mjög mörgum löndum í kringum okkur til þes sað fá betri sýn á heildar skuldsetningu, smitháættu, samþjöppun skulda í ákveðnum greinum og auðveldar greina. Þetta auðveldar líka setningu reglna og beitingu þjóðarhagsvarúðartækja,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur sem var í starfshópnum um gerð Hvítbókarinnar. Auk þeirra Lárusar og Guðrúnar sátu í starfshópnum þau Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Sylvía K. Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair, var einnig skipuð í hópinn og starfaði með honum fram á haust.Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira