Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira