Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira