Hafnar því að upplýsingagjöf hafi verið léleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2018 10:12 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Sveinn Margeirsson, sem rekinn var sem forstjóri Matís fyrir helgi, ætlar ekki að sitja undir því að upplýsingagjöf hans til stjórnar hafi verið ábótavant. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís, sagði í Bylgjufréttum á föstudaginn að trúnaðarbrest sem vísað hafði verið til vegna uppsagnar Sveins mætti rekja til lélegrar upplýsingagjafar. Hann hafnar því. „Þeir sem þekkja til mín vita að ég legg mikið upp úr hagnýtingu upplýsinga. Doktorsritgerð mín snerist um hagnýtingu upplýsinga í virðiskeðju sjávarafurða. Við hjónin notuðum opinberar upplýsingar til að fletta ofan af Exeter Holdings málinu árið 2009. Samstarf Matís við Advania um þróun Blockchain lausnar í því augnamiði að miðla upplýsingum bænda um lambakjöt til neytenda var mín hugmynd. Þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinn í færslu á Facebook. Sveinn vildi sjálfur ekki skýra ástæðurnar sem honum voru gefnar vegna uppsagnarinnar í samtali við Vísi á fimmtudaginn. Vísaði hann á Sjöfn sem hafði sjálf ekki viljað skýra trúnaðarbrestinn í samtali við Vísi á fimmtudag. Á föstudag vísaði hún svo til upplýsingagjafar. Sveinn segir auk þess ekki rétt að honum hafi verið sagt upp símleiðis. Hið rétta sé að uppsögnin hafi borist í tölvupósti. Sveinn var forstjóri Matís í átta ár. „Það skal tekið fram að ég hef ekki hugsað mér að elta ólar við einstök ummæli Sjafnar Sigurgísladóttur varðandi ákvörðun stjórnar Matís um að nýta uppsagnarákvæði ráðningarsamnings míns. Ákvörðunin er tekin og skynsamlegast að horfa til framtíðar.“ Vistaskipti Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Sveinn Margeirsson, sem rekinn var sem forstjóri Matís fyrir helgi, ætlar ekki að sitja undir því að upplýsingagjöf hans til stjórnar hafi verið ábótavant. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís, sagði í Bylgjufréttum á föstudaginn að trúnaðarbrest sem vísað hafði verið til vegna uppsagnar Sveins mætti rekja til lélegrar upplýsingagjafar. Hann hafnar því. „Þeir sem þekkja til mín vita að ég legg mikið upp úr hagnýtingu upplýsinga. Doktorsritgerð mín snerist um hagnýtingu upplýsinga í virðiskeðju sjávarafurða. Við hjónin notuðum opinberar upplýsingar til að fletta ofan af Exeter Holdings málinu árið 2009. Samstarf Matís við Advania um þróun Blockchain lausnar í því augnamiði að miðla upplýsingum bænda um lambakjöt til neytenda var mín hugmynd. Þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinn í færslu á Facebook. Sveinn vildi sjálfur ekki skýra ástæðurnar sem honum voru gefnar vegna uppsagnarinnar í samtali við Vísi á fimmtudaginn. Vísaði hann á Sjöfn sem hafði sjálf ekki viljað skýra trúnaðarbrestinn í samtali við Vísi á fimmtudag. Á föstudag vísaði hún svo til upplýsingagjafar. Sveinn segir auk þess ekki rétt að honum hafi verið sagt upp símleiðis. Hið rétta sé að uppsögnin hafi borist í tölvupósti. Sveinn var forstjóri Matís í átta ár. „Það skal tekið fram að ég hef ekki hugsað mér að elta ólar við einstök ummæli Sjafnar Sigurgísladóttur varðandi ákvörðun stjórnar Matís um að nýta uppsagnarákvæði ráðningarsamnings míns. Ákvörðunin er tekin og skynsamlegast að horfa til framtíðar.“
Vistaskipti Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55