Pashinyan vann yfirburðasigur í armensku þingkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 08:25 Nikol Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan, sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið. Getty/Anadolu Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla. Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla.
Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna