Stefnir í hart vegna auglýsingar Icelandic Wildlife Fund í Leifsstöð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2018 06:15 Skiltið hékk í nokkra daga uppi í Leifsstöð áður en starfsmenn Isavia tóku það niður. Textanum hefur nú verið breytt lítillega en skiltið fæst ekki sett upp. IWF Icelandic Wildlife Fund hefur sent Isavia kröfu um að auglýsingaskilti um villta atlantshafslaxinn verði sett upp í Leifsstöð að nýju. Annars leiti samtökin réttar síns. Skiltið var tekið niður eftir að hafa hangið örfáa daga í komusal Leifsstöðvar síðastliðið haust. Isavia sagði auglýsinguna brot á siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa og reglum Isavia um að auglýsingar varði ekki deilumál tveggja hópa, um að upplýsingar séu ekki rangar og þær vegi hvorki að fólki né fyrirtækjum. Samtökin leituðu til siðanefndar SÍA sem sagði skiltið hvorki hafa vegið að fólki né fyrirtækjum en að ekki yrði fullyrt hvort staðhæfingar á skiltinu væru vísindalega sannaðar. Í kjölfarið var skiltinu breytt lítillega og svo óskað eftir uppsetningu að nýju. Isavia synjaði því. Hafa samtökin því leitað lögfræðiaðstoðar. „Við erum búin að gera þær breytingar sem Isavia óskaði eftir þegar skiltið var tekið niður og förum ekki fram á annað en að það verði sett upp,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. Í bréfi frá lögfræðingi IWF er þess krafist að skiltið verði sett upp í síðasta lagi í dag. Annars sjái samtökin sig tilneydd til að leita réttar síns eftir öðrum leiðum og áskilji sér einnig rétt til að krefja Isavia um bætur. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Icelandic Wildlife Fund hefur sent Isavia kröfu um að auglýsingaskilti um villta atlantshafslaxinn verði sett upp í Leifsstöð að nýju. Annars leiti samtökin réttar síns. Skiltið var tekið niður eftir að hafa hangið örfáa daga í komusal Leifsstöðvar síðastliðið haust. Isavia sagði auglýsinguna brot á siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa og reglum Isavia um að auglýsingar varði ekki deilumál tveggja hópa, um að upplýsingar séu ekki rangar og þær vegi hvorki að fólki né fyrirtækjum. Samtökin leituðu til siðanefndar SÍA sem sagði skiltið hvorki hafa vegið að fólki né fyrirtækjum en að ekki yrði fullyrt hvort staðhæfingar á skiltinu væru vísindalega sannaðar. Í kjölfarið var skiltinu breytt lítillega og svo óskað eftir uppsetningu að nýju. Isavia synjaði því. Hafa samtökin því leitað lögfræðiaðstoðar. „Við erum búin að gera þær breytingar sem Isavia óskaði eftir þegar skiltið var tekið niður og förum ekki fram á annað en að það verði sett upp,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. Í bréfi frá lögfræðingi IWF er þess krafist að skiltið verði sett upp í síðasta lagi í dag. Annars sjái samtökin sig tilneydd til að leita réttar síns eftir öðrum leiðum og áskilji sér einnig rétt til að krefja Isavia um bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00
Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00