Blöskrar tillitsleysi þriggja ferðamannahópa í Hólavallakirkjugarði á aðfangadag Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 18:57 Frá Hólavallakirkjugarði í vetur. Vísir/vilhelm Umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs gagnrýnir tillitsleysi leiðsögumanna og hópa erlendra ferðamanna sem hann gekk fram á í garðinum á aðfangadag. Hann segir að fólk, sem lagt hafi leið sína í kirkjugarðinn til að huga að leiðum aðstandenda sinna, hafi orðið fyrir óþægindum af hópunum, sem skáluðu í áfengi og mynduðu syrgjendur innan um leiðin.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2Þrír hópar að „skála og grínast“ Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs greinir frá þessu í færslu sem hann skrifaði inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar. Hann lýsir aðstæðum í garðinum á aðfangadag, þar sem hann var við vinnu til að vísa fólki að leiðum og lána kveikjara. Mikill fjöldi Íslendinga leggur iðulega leið sína í kirkjugarða landsins yfir hátíðarnar, einkum á aðfangadag. Heimir segist hafa verið að vísa ungum manni að leiði langömmu sinnar þegar hann gekk fram á hóp við Klukknaportið svokallaða í Hólavallakirkjugarði. Hann segir að um hafi verið að ræða erlenda ferðamenn með íslenskum leiðsögumanni, sem þar hafi verið að „skála og grínast“, og skömmu síðar komu hann og ungi maðurinn að öðrum hóp í sömu erindagjörðum. Á leið sinni til baka gekk Heimir svo fram á þriðja hópinn. Hann gerir ráð fyrir að hóparnir, sem hver taldi um fimmtán manns, hafi allir verið á vegum sömu ferðaskrifstofu, þar sem leiðsögumennirnir báru allir sambærilegar „skotthúfur“.Færsla Heimis sem hann birti í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar.Starfsemi í garðinum þótt fólk haldi annað Heimir segir í samtali við Vísi að honum blöskri virðingarleysi bæði leiðsögumanna og ferðamanna sem hafi skemmt sér og grínast við leiði í garðinum, á meðal syrgjenda. „Þau tóku ekki tillit til fólksins sem var að kveikja á kertum og leggja kransa á leiði. Að vera að skála í staupum í kirkjugarði um miðjan dag, mér finnst það ekki boðlegt,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Þá bendir hann á að leyfi þurfi til hvers konar starfsemi í garðinum. „Strangt til tekið má enginn hafa starfsemi í garðinum nema með leyfi kirkjugarðsyfirvalda. Það er bara kurteisi að láta vita og spyrjast fyrir. Því fólk heldur að þetta sé aflaga kirkjugarður en hann er í starfsemi, það eru tugir jarðsettir í garðinum á hverju ári.“ Uggandi syrgjendur þökkuðu fyrir inngrip Aðspurður segir Heimir að fólk sem lagt hafði leið sína í garðinn til að huga að leiðum ættingja sinna hafi orðið fyrir óþægindum vegna hópanna. „Já, já, já. Og það var þakkað fyrir þegar ég spurði hvort að hóparnir gætu farið afsíðis til að fólk gæti athafnað sig,“ segir Heimir. „Það koma náttúrulega oft hópar í garðinn og gera það allt árið. Þá er yfirleitt gengið í gegnum garðinn eftir gangstéttum en þarna var verið að gera út á þessa hefð að fólk kæmi og tendraði ljós á leiðum. Þau sátu á steyptum reit.“Sjá einnig: Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Heimir tekur fram að umsjónarmenn Hólavallakirkjugarðar vilji endilega fá líf í garðinn og fagni því að fólk komi og skoði sig um. Þá verði hins vegar að gæta fyllstu virðingar. „Vilt þú að það sé verið að „súma“ að þér með aðdráttarlinsu þegar þú ert staddur þarna að syrgja? Það var verið að mynda fólk. Mér finnst þetta tillitsleysi og virðingarleysi.“ Kúkað og tjaldað í kirkjugörðum landsins Aðspurður vissi Heimir ekki frá hvaða ferðaskrifstofu umræddir hópar á aðfangadag hefðu verið. Hann segist hafa spurt einn leiðsögumanninn að því en sá hafi sagst ekki vita hver vinnuveitandi sinn væri, hann væri aðeins verktaki. Í umræðum við færslu Heimis inni á Baklandi ferðaþjónustunnar virðast flestir óánægðir með stöðuna eins og Heimir lýsir henni. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem hegðun erlendra ferðamanna í kirkjugörðum landsins er gagnrýnd. Sumarið 2015 var greint frá því að ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Í fyrrasumar var svo fjallað um ferðamenn sem bjuggu sér næturstað í kirkjugörðum. Fram kom að ferðamennirnir væru hvattir til þess að tjalda í görðunum og við kirkjur á erlendum ferðavef þar sem gistingin væri ókeypis. Ferðamennska á Íslandi Kirkjugarðar Reykjavík Tengdar fréttir Reynst vel að loka fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði Lokað verður fyrir umferð bíla í Fossvogskirkjugarði í dag, aðfangadag, frá klukkan 11 til 14 eins og í fyrra. 24. desember 2018 08:45 Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði. 3. desember 2015 11:45 Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæmis, segir að allt hafi gengið mjög vel í görðunum í morgun en venju samkvæmt hefur fólk streymt í kirkjugarðana á aðfangadegi til að vitja leiða látinna ástvina. 24. desember 2016 14:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs gagnrýnir tillitsleysi leiðsögumanna og hópa erlendra ferðamanna sem hann gekk fram á í garðinum á aðfangadag. Hann segir að fólk, sem lagt hafi leið sína í kirkjugarðinn til að huga að leiðum aðstandenda sinna, hafi orðið fyrir óþægindum af hópunum, sem skáluðu í áfengi og mynduðu syrgjendur innan um leiðin.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2Þrír hópar að „skála og grínast“ Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs greinir frá þessu í færslu sem hann skrifaði inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar. Hann lýsir aðstæðum í garðinum á aðfangadag, þar sem hann var við vinnu til að vísa fólki að leiðum og lána kveikjara. Mikill fjöldi Íslendinga leggur iðulega leið sína í kirkjugarða landsins yfir hátíðarnar, einkum á aðfangadag. Heimir segist hafa verið að vísa ungum manni að leiði langömmu sinnar þegar hann gekk fram á hóp við Klukknaportið svokallaða í Hólavallakirkjugarði. Hann segir að um hafi verið að ræða erlenda ferðamenn með íslenskum leiðsögumanni, sem þar hafi verið að „skála og grínast“, og skömmu síðar komu hann og ungi maðurinn að öðrum hóp í sömu erindagjörðum. Á leið sinni til baka gekk Heimir svo fram á þriðja hópinn. Hann gerir ráð fyrir að hóparnir, sem hver taldi um fimmtán manns, hafi allir verið á vegum sömu ferðaskrifstofu, þar sem leiðsögumennirnir báru allir sambærilegar „skotthúfur“.Færsla Heimis sem hann birti í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar.Starfsemi í garðinum þótt fólk haldi annað Heimir segir í samtali við Vísi að honum blöskri virðingarleysi bæði leiðsögumanna og ferðamanna sem hafi skemmt sér og grínast við leiði í garðinum, á meðal syrgjenda. „Þau tóku ekki tillit til fólksins sem var að kveikja á kertum og leggja kransa á leiði. Að vera að skála í staupum í kirkjugarði um miðjan dag, mér finnst það ekki boðlegt,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Þá bendir hann á að leyfi þurfi til hvers konar starfsemi í garðinum. „Strangt til tekið má enginn hafa starfsemi í garðinum nema með leyfi kirkjugarðsyfirvalda. Það er bara kurteisi að láta vita og spyrjast fyrir. Því fólk heldur að þetta sé aflaga kirkjugarður en hann er í starfsemi, það eru tugir jarðsettir í garðinum á hverju ári.“ Uggandi syrgjendur þökkuðu fyrir inngrip Aðspurður segir Heimir að fólk sem lagt hafði leið sína í garðinn til að huga að leiðum ættingja sinna hafi orðið fyrir óþægindum vegna hópanna. „Já, já, já. Og það var þakkað fyrir þegar ég spurði hvort að hóparnir gætu farið afsíðis til að fólk gæti athafnað sig,“ segir Heimir. „Það koma náttúrulega oft hópar í garðinn og gera það allt árið. Þá er yfirleitt gengið í gegnum garðinn eftir gangstéttum en þarna var verið að gera út á þessa hefð að fólk kæmi og tendraði ljós á leiðum. Þau sátu á steyptum reit.“Sjá einnig: Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Heimir tekur fram að umsjónarmenn Hólavallakirkjugarðar vilji endilega fá líf í garðinn og fagni því að fólk komi og skoði sig um. Þá verði hins vegar að gæta fyllstu virðingar. „Vilt þú að það sé verið að „súma“ að þér með aðdráttarlinsu þegar þú ert staddur þarna að syrgja? Það var verið að mynda fólk. Mér finnst þetta tillitsleysi og virðingarleysi.“ Kúkað og tjaldað í kirkjugörðum landsins Aðspurður vissi Heimir ekki frá hvaða ferðaskrifstofu umræddir hópar á aðfangadag hefðu verið. Hann segist hafa spurt einn leiðsögumanninn að því en sá hafi sagst ekki vita hver vinnuveitandi sinn væri, hann væri aðeins verktaki. Í umræðum við færslu Heimis inni á Baklandi ferðaþjónustunnar virðast flestir óánægðir með stöðuna eins og Heimir lýsir henni. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem hegðun erlendra ferðamanna í kirkjugörðum landsins er gagnrýnd. Sumarið 2015 var greint frá því að ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Í fyrrasumar var svo fjallað um ferðamenn sem bjuggu sér næturstað í kirkjugörðum. Fram kom að ferðamennirnir væru hvattir til þess að tjalda í görðunum og við kirkjur á erlendum ferðavef þar sem gistingin væri ókeypis.
Ferðamennska á Íslandi Kirkjugarðar Reykjavík Tengdar fréttir Reynst vel að loka fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði Lokað verður fyrir umferð bíla í Fossvogskirkjugarði í dag, aðfangadag, frá klukkan 11 til 14 eins og í fyrra. 24. desember 2018 08:45 Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði. 3. desember 2015 11:45 Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæmis, segir að allt hafi gengið mjög vel í görðunum í morgun en venju samkvæmt hefur fólk streymt í kirkjugarðana á aðfangadegi til að vitja leiða látinna ástvina. 24. desember 2016 14:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Reynst vel að loka fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði Lokað verður fyrir umferð bíla í Fossvogskirkjugarði í dag, aðfangadag, frá klukkan 11 til 14 eins og í fyrra. 24. desember 2018 08:45
Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði. 3. desember 2015 11:45
Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæmis, segir að allt hafi gengið mjög vel í görðunum í morgun en venju samkvæmt hefur fólk streymt í kirkjugarðana á aðfangadegi til að vitja leiða látinna ástvina. 24. desember 2016 14:42