Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel Sverrisson rífur í spaðann á kampakátum Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. vísir/tom Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast