Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel Sverrisson rífur í spaðann á kampakátum Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH. vísir/tom Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið í Kaplakrika í dag og verður klár í slaginn þegar að Pepsi-deildin hefst á næsta ári. Björn fór út í atvinnumennskuna haustið 2013 eftir að vera kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hann hefur spilað með Viking í Noregi og AGF í Danmörku undanfarin ár. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í byrjun nóvember þegar ég sá að mín tækifæri hjá AGF voru nánast búin,“ segir Björn Daníel um aðdraganda félagaskiptanna en AGF leysti hann undan samningi fyrr í desember. „Þá hafði ég samband við umboðsmanninn minn og sagði við hann að mig langaði að komast eitthvað annað. Hann skoðaði þá hvað var í boði og mest spennandi möguleikarnir voru á Íslandi,“ segir Björn.Björn Daníel var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2013.vísir/daníelValur samkeppnin við FH Mikil og hörð samkeppni var um miðjumanninn öfluga og það eðlilega enda leikmaður sem ætti að breyta hvaða liði sem er til hins betra. „Við erum búnir að vera í samræðum við FH eiginlega síðan þá og vissulega fleiri félög en ég er rosalega glaður að vera kominn aftur,“ segir hann, en var Valur liðið sem átti í mestri samkeppni við FH um undirskrift Björns eins og skrifað hefur verið um? „Á Íslandi, já. Fyrir mér var FH alltaf fyrsti kostur en þetta er vinnan mín og það hefur verið talað mikið um hér og þar hvað ég fæ í laun en ég bara virkilega ánægður með hvernig FH tók á þessu þegar að það hélt að ég væri að fara eitthvað annað,“ segir Björn Daníel.Miðjumaðurinn sá sæng sína uppreidda hjá AGF í Danmörku.getty/Lars RonbogVill vinna titla FH-liðið hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar en það hefur ekki gerst í tæp 20 ár í Hafnarfirðinum. „Ég sá fullt af leikjum í sumar og mér fannst FH ekkert hrikalega slakt. Það var óheppið í mörgum leikjum,“ segir Björn um síðasta sumar hjá uppeldisfélaginu en hann ætlar ekki að vera í einhverju miðjumoði með Hafnarfjarðarstórveldinu. „Ég er að koma heim 28 ára og verð 29 á næsta ári. Ég hugsaði líka út í það að ég vildi frekar koma heim núna heldur en að hanga tvö ár úti í viðbót og koma svo heim aðeins búinn að missa kraftinn,“ segir hann. „Mér finnst ég vera búinn að bæta mig helling sem fótboltamaður síðan að ég spilaði hér síðast og þó að það sjáist kannski ekki núna þá er ég fimm kílóum léttari en þegar að ég fór út. Ég á eftir að hlaupa eins og vitleysingur og kem vonandi með meiri gæði inn í FH-liðið. Ég vil koma hingað og vinna titla. Það er planið strax á næsta ári,“ segir Björn Daníel Sverrisson.Klippa: Björn Daníel - Glaður að vera kominn aftur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira