Serena ánægð með nýju „mömmuregluna“ í tennisheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 16:30 Serena Williams. Vísir/Getty Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf. Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf.
Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira