Aðkoman á slysstað skelfileg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 11:17 Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017. Google Maps/Joseph M Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19