Aldrei fleiri tegundir en jólabjórsala dróst saman Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Íslendingar kneyfa Jólabruggið frá Tuborg sem aldrei fyrr og er Tuborginn langmest seldi jólabjórinn nú líkt og áður. Fréttablaðið/Anton Brink Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11
Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00