Mönnum úr gistiskýlinu boðið í jólaferð um Suðurlandið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 12:45 Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt um hátíðarnar. Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. Gistiskýlið við Lindargötu, sem rekið er fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavik, var fullnýtt um hátíðarnar, líkt og verið hefur undanfarið, en þar eru tuttugu og sex rúm í boði. Ekki þurfti að vísa neinum frá og segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, að það hafi raunar heyrt til undantekninga í vetur. Sumir nýta þó einungis hálfa nóttina og því eru fleiri en einn sem sitja um hvert rúm. „Svo erum við búnir að koma okkur upp þeim möguleika að setja niður dýnur ef á þarf að halda," segir Þór. Að venju var mönnunum boðinn jólamatur. „Hjálpræðisherinn, eins og venjulega, bauð í hátíðarkvöldverð á aðfangadag og síðan buðu nunnurnar á Ingólfsstræti í hátíðarmat á jóladag," segir Þór og vísar þar til systrana af reglu Móður Teresu, sem hafa starfað í Reykjavík um árabil.Gistiskýlið við Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn.Þá var þeim sem vildu boðið í dagsferð með rútu um Suðurlandið til tilbreytingar. „Það var mjög vel tekið á móti þeim alls staðar. Þeim var boðið í hádegisverð að Skógum og síðan í kvöldverð í Þorlákshöfn. Þetta var virkilega góður dagur og mikil tilbreyting fyrir þá." „Þetta var bara á vegum einstaklinga sem bæði þekkja til í hópnum og hafa náð sér á strik sjálfir og voru að hugsa til þeirra sem þarna dvelja," segir Þór. Vanalega er gistiskýlið einungis opið á kvöldin og um nætur en yfir hátíðarnar stendur það opið allan daginn og boðið er upp á konfekt og smákökur. Ekki er þó skipulagður sérstakur hátíðarkvöldverður um áramótin. „Það er nú bara ekki neitt meira sem við höfum upp á að bjóða, því miður, en við reynum aðeins að brjóta þetta upp með að vera ekki að vísa út yfir daginn um háhátíðarnar," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Gistiskýlið við Lindargötu var fullnýtt yfir hátíðarnar en ekki þurfti að vísa neinum frá. Til hátíðarbrigða var þeim sem þangað sækja boðið í dagsferð um Suðurlandið. Gistiskýlið við Lindargötu, sem rekið er fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavik, var fullnýtt um hátíðarnar, líkt og verið hefur undanfarið, en þar eru tuttugu og sex rúm í boði. Ekki þurfti að vísa neinum frá og segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins, að það hafi raunar heyrt til undantekninga í vetur. Sumir nýta þó einungis hálfa nóttina og því eru fleiri en einn sem sitja um hvert rúm. „Svo erum við búnir að koma okkur upp þeim möguleika að setja niður dýnur ef á þarf að halda," segir Þór. Að venju var mönnunum boðinn jólamatur. „Hjálpræðisherinn, eins og venjulega, bauð í hátíðarkvöldverð á aðfangadag og síðan buðu nunnurnar á Ingólfsstræti í hátíðarmat á jóladag," segir Þór og vísar þar til systrana af reglu Móður Teresu, sem hafa starfað í Reykjavík um árabil.Gistiskýlið við Lindargötu er fyrir heimilislausa karlmenn.Þá var þeim sem vildu boðið í dagsferð með rútu um Suðurlandið til tilbreytingar. „Það var mjög vel tekið á móti þeim alls staðar. Þeim var boðið í hádegisverð að Skógum og síðan í kvöldverð í Þorlákshöfn. Þetta var virkilega góður dagur og mikil tilbreyting fyrir þá." „Þetta var bara á vegum einstaklinga sem bæði þekkja til í hópnum og hafa náð sér á strik sjálfir og voru að hugsa til þeirra sem þarna dvelja," segir Þór. Vanalega er gistiskýlið einungis opið á kvöldin og um nætur en yfir hátíðarnar stendur það opið allan daginn og boðið er upp á konfekt og smákökur. Ekki er þó skipulagður sérstakur hátíðarkvöldverður um áramótin. „Það er nú bara ekki neitt meira sem við höfum upp á að bjóða, því miður, en við reynum aðeins að brjóta þetta upp með að vera ekki að vísa út yfir daginn um háhátíðarnar," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira