Setti smákökur í gluggann fyrir jólasveininn eftir símtalið við Trump Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 08:58 Símtalið sem komst í heimsfréttirnar. Vísir/Getty Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin. Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin.
Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58
Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00