Þjófur sérhæfður í innbrotum í bílaleigubíla veldur lögreglu vanda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2018 23:40 Maðurinn sem er í haldi lögreglu er grunaður um innbrot í fjölmarga Dacia Duster bíla í póstnúmerinu 101. Vísir Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34