Ofbýður framkoma í garð Dags Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 18:43 Jón Gnarr furðar sig á umræðunni í kringum Braggamálið. Vísir/Stefán Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira